Startup Westfjords er nýsköpunar “hemill” hjá Blábankanum fyrir frumkvöðla og skapara sem þora að fara í aðra átt. “Hemillinn” er fyrir sprotafyrirtæki, teymi og einstaklinga með nýsköpunarverkefni í öllum stigum, hýst á Þingeyri, Vestfjörðum.
12.-18.október 2020.
Allt að 12 þátttakendur.
Sækja um!
Til og með 31.ágúst
Þetta er þemað hjá okkur í ár: við erum að leita að verkefnum sem bjóða upp á nýstárlegar lausnir á einstökum nýjum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í tækni, samskiptum og samfélagslegum samskiptum, með sérstakt auga fyrir sjálfbærni þeirra.
Startup Westfjords er “hemill” sem miðar að frumkvöðlum sem vilja þróa verkefni sín í streitufríu, afslöppuðu og hvetjandi umhverfi. “Hemillinn” tengir þátttakendur við reynda leiðbeinendur og veitir rými til að vinna, hugsa og einbeita sér langt frá hröðum takti hversdagsins.
Eyddu einni viku (eða meira—sjá hér að neðan) í Blábankanum á Þingeyri. Nýsköpunar fyrirtæki, teymi og einstaklingar geta sótt um. Allt að 12 þátttakendur verða valdir til að taka þátt í “hemlinum”. Leiðsögn og gisting er án endurgjalds.
Fyrirtæki í nýsköpun, einstaklingar með hugmyndir, stofnanir eða allir sem vinna að nýstárlegu verkefni geta sótt um. Við erum sérstaklega að leita að fólki sem er opið fyrir nýrri reynslu, sem er sjálf-hvetjandi og til í að verða hluti af okkar samfélagi í litla þorpinu okkar. Þú getur verið með lið eða tekið þátt sem einstaklingur.
Ef þú ert valinn í “hemilinn” færðu aðgang að Bláa bankanum, samfélags- og frumkvöðlasetrinu á Þingeyri. Reyndir leiðbeinendur munu hjálpa þér að koma verkefninu þínu áfram. Þú munt fá tækifæri til að tengjast sjálfu þér, umhverfinu og öðrum þátttakendum í einstöku umhverfi.
Þingeyri er lítið þorp með 250 manns sem er orðinn áfangastaður fyrir stafræna hirðingja og listamenn af öllum gerðum. Við elskum að taka á móti frumkvöðlum. Hins vegar erum við ekki fær um að fjárfesta í verkefninu þínu. Dagarnir og kvöldin eru heldur ekki skipulögð til hins ítrasta, svo þú þarft að vera sjálfknúinn og nýta þér þetta tækifæri sem best.
"Hraðall" er nafnið sem allir frumkvöðlar þekkja. En okkar hugmynd að baki “hemilsins” er: að bjóða uppá einstakt tækifæri til að hægja á, aftengjast daglegu amstri, öðlast skýrleika og einbeita sér að verkefni sinu.
Alla vikuna verða reyndir ráðgjafar með fyrirlestra á morgnana sem breytist í samspil og samræður um verkefnið þitt.
Eftir “hemilinn” geturðu valið að lengja dvöl þína á Þingeyri og hjá Blábankanum (*) til að einbeita þér að því sem þú lærðir og vinna við verkefnið þitt.
(*) Gisting eftir 18. október er ekki með í dagskránni. Þátttakendur geta unnið frítt í Bláa bankanum til 25. október.
“While accelerators teach us to launch, grow, and even fail fast, finding a decelerator that shifts the focus to slowing down while starting up is a breath of fresh air.”
— Thorunn Jónsdóttir,
Poppins & Partners, 2019 mentor
“An invaluable opportunity to recalibrate your inner clock and regain focus on what truly matters in the big picture of your project
.”
— Claudio Pedica,
FluidShape, 2019 participant
“Take a bunch of creative souls, dip them in a hot pool, cool them down in an ice bucket and sit them down around a table in a bank over and over again—this sounds to me as a good recipe for innovative talks.”
— Jakub Baloun,
aFlow, 2019 participant
Huld er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs og hefur reynslu úr bæði einkageiranum og hjá hinu opinbera. Hún hefur áður starfað sem forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda og sjónskerta, sem forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og sem stjórnandi hjá Össur.
Helgi tók við stöðunni sem forstjóri 66° Norður árið 2011 og hefur verið valinn Markaðsmaður ársins 2019 hjá Íslensku markaðsverðlaununum. Hann hefur áður stofnað Subway Danmark A/S, átt og rekið Dale Carnegie á Íslandi og starfað sem sjálfstæður ráðgjafi.
Ásta tók við stöðunni sem framkvæmdastjóri íslenska ferðaklasans í byrjun árs 2016 og er nú einnig í stjórn alþjóðlegu klasasamtakanna TCI-network. Hún hefur áður unnið sem verkefnastjóri hjá Austurbrú og sem bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð.
Guðmundur Fertram er stofnandi og forstjóri Kerecis, en fyrirtækið vinnur vörur úr fiskhúð til að meðhöndla sár á mönnum. Hann er sigurvegari Íslensku nýsköpunarverðlaunanna 2018, og hefur byggt upp sterka nærveru á Bandaríkjamarkaði.
Stefán er meðlimur í ráðgjafateymi KPMG á Íslandi sem sérhæfir sig í nýsköpun og stuðningi við frumkvöðla. Áður var Stefán verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, hafði umsjón með verkefnum eins og Gulleggið, Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík.
Þórarinn er sérfræðingur í gerð frumgerða og stafrænni framleiðslu. Hann er framkvæmdastjóri Fab Lab Ísafjarðar, sem er fullbúið frumgerðarverkstæði með 3d prentara, CNC fræsi, laser skera o.s.frv.
(Tímasetning og dagskrá getur breyst)
Boðið verður til kvöldverðar fyrir þátttakendur sunnudaginn 11. október.
Dagskráin hefst að morgni mánudagsins 12.október.
Á hverjum morgni verður kynning frá ráðgjafa; síðdegis færðu tækifæri til að hitta ráðgjafann í einrúmi til að ræða þitt eigið verkefni.
Laugardaginn 17. október munum við taka saman það sem við höfum upplifað í vikunni sem leið.
Sunnudaginn 18. október, kveðjustund og hádegismatur fyrir þá sem eftir eru.
Þeir sem velja að dvelja lengur verður boðið að taka þátt í nærsamfélaginu í viku í viðbót.
Umsóknarfrestur er til og með 31.ágúst.
Hafið endilega samband við okkur á info@blabankinn.is
Sækja um!
Blábankinn er samfélagsmiðstöð og frumkvöðlasetur, staðsett á Þingeyri sem er hefðbundið sjávarþorp í hjarta Vestfjarða.
Þingeyri er 400 km frá Reykjavík í bíl eða 40 mín með flugi um Ísafjarðarflugvöll. Heimsókn í Blábankann er líkt og ævintýri.
Fylgstu með á Instagram eða Facebook
Vestfjarðastofa
Öll vötn til Dýrafjarðar
High-quality, innovative outdoor clothing designed to withstand the ever-changing Icelandic weather.
Fish-skin wound treatment from the pure waters of Iceland. Icelandic innovation awards 2018.
Arctic Fish is farming salmon in the pristine environment and conditions of the Westfjords.
KPMG professionals are leaders in the digital world, making a difference in more than 150 countries.